Fáðu tilboð í viðskiptiFáðu tilboð í viðskipti

Einfalt áskriftarkerfi 

Redo veitir seljendum vöru og þjónustu gott utanumhald yfir reglubundnar greiðslur. Redo hentar því vel fyrir t.d. áskriftir, félagsgjöld, húsaleigu og húsfélagsgjöld þar sem endurteknar greiðslur eiga sér stað.

Þægilegt og einfalt viðmót

Einfalt er að koma Redo í virkni. Söluaðili fær aðgang að Redo og byrjar á að stofna þær vörur og pakka sem hann vill selja. Auðvelt er að framkvæma verðhækkanir í Redo hægt er að binda vöruverð við vísitölu neysluverðs eða vísitölu launa. Greiðslutíðni er stillt af í Redo og getur verið mánaðarlega og árlega eða óregluleg. Einnig er hægt að setja inn binditíma, uppsagnarfrest og lengd áskriftartímabils.

Ef ætlunin er að selja í gegnum vefsölu er einfalt fyrir söluaðila að sækja vefáskriftarlinka í Redo og tengja vefsöluna beint inn í Redo.

Greiðslumátar

Í Redo er hægt að velja um að stofna kröfur sem birtast í heimabanka kaupenda eða að skuldfæra af greiðslukorti þeirra.

Greiðslukort

Skuldfærsla af greiðslukorti.

Greiðslukrafa

Greiðslukrafa stofnuð í heimabanka.

Eftirfylgni með kortagreiðslum

Korti hafnað

Redo vaktar skuldfærslur af kortum og grípur inn í ef korti er hafnað.

Tölvupóstur sendur til kaupanda

Kaupanda er tilkynnt um að skuldfærsla hafi ekki gengið og honum bent á að grípa til ráðstafana.

Skuldfærsla reynd í 3 daga

Redo reynir skuldfærslu af korti með endurteknum hætti í 3 daga.

Greiðslukrafa stofnuð

Fáist ekki heimild innan 3 daga er greiðslukrafa stofnuð í heimabanka kaupanda.

Á þessari síðu eru notaðar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta upplifun notenda og halda utan um og mæla frammistöðu vefsins og umferð um hann, svo sem tölfræðilegar upplýsingar um fjölda notenda og hegðun þeirra á honum.

Flestir vafrar heimila notkun á vefkökum sjálfkrafa, en notendur geta sjálfir afvirkjað þann möguleika.

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun