Fáðu tilboð í viðskiptiFáðu tilboð í viðskipti

Nóri

Vefskráningar- og greiðslukerfi

Nóri er tölvukerfi með sögu sem nær aftur til ársins 1994. Kerfið er hannað og smíðað af starfsmönnum með mikla reynslu af starfsemi íþróttarfélaga. Í byrjun árs 2011 fór kerfið á markað og var í framhaldi innleitt hjá yfir átta hundruð aðilum sem nota kerfið í dag. Flestir notendur kerfisins eru íþróttafélög, en eftir mikla þróun og aðlögun hefur notendahópurinn stækkað og í dag eru fjölmörg sveitarfélög, einkafyrirtæki, skátarnir og tónlistarskólar að nota kerfið með góðum árangri. 

Léttir verkin og sparar kostnað

  • Nóri auðveldar uppsetningu námskeiða og utanumhald um þau, s.s. skráningu þátttakenda, innheimtu gjalda og uppgjör.
  • Greiðendur skrá sjálfir allar upplýsingar og ganga frá greiðslum. Hægt er að velja greiðslumáta, þ.e. hvort greitt er með greiðslukorti eða hvort greiðslukrafa sé send í heimabanka.
  • Gagnatenging er við félagakerfi ÍSÍ
  • Með Nóra verður öll stjórnun, viðhald og bókhald mun einfaldara.

Nóri app

Nóri er til sem „app“ þar sem starfsmenn geta skoðað iðkendalista og merkt við mætingu sem skilar sér inní kerfið. Starfsmenn geta sent iðkendum og forráðamönnum skilaboð, bæði einstaklingum og hópnum, iðkendur og forráðamenn geta séð sínar skráningar, fylgst með mætingu, séð tímasetningu næstu æfingu o.s.frv.

Beintenging við frístundarkerfi sveitarfélaga

Með beintengingu við frístundarkerfi sveitarfélaga er hægt með auðveldu móti að sækja frístundarstyrki og koma þeir þá strax til lækkunar á gjöldum iðkenda. Nóri er nú tengdur 14 sveitarfélögum og sækir þangað upplýsingar í rauntíma um frístundastyrki og upphæðir þeirra svo hægt sé að ráðstafa þeim sem greiðslu upp í námskeið.

Mótaskráningarkerfi

Í Nóra er sérstakt mótaskráningarkerfi. Kerfi þetta hefur m.a. verið notað á Landsmótum UMFÍ.

Vefverslun

Hægt er að bæta vefsölu við Nóra til þess að selja hvaða vörur sem er, hvort sem það eru hljóðfæri, merktur fatnaður, leiga á sal, miðar á tónleika eða stakir tímar hjá kennara. Hægt er að setja inn vörufjölda á lager, myndir og lýsingu á vörum o.s.frv. QR kóði er fyrir miða.

Á þessari síðu eru notaðar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta upplifun notenda og halda utan um og mæla frammistöðu vefsins og umferð um hann, svo sem tölfræðilegar upplýsingar um fjölda notenda og hegðun þeirra á honum.

Flestir vafrar heimila notkun á vefkökum sjálfkrafa, en notendur geta sjálfir afvirkjað þann möguleika.

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun