Fáðu tilboð í viðskiptiFáðu tilboð í viðskipti

Lánaumsýsla

Lánaumsýsla Greiðslumiðlunar býður upp á vinnslu allra verkþátta sem tengjast rekstri og vinnslu skuldaviðurkenninga.

Þannig geta lánveitendur eða aðrir eigendur lánasafna útvistað völdum eða öllum verkþáttum lánaumsýslu til Greiðslumiðlunar, þ.m.t. móttöku umsókna, öflunar á gögnum til úrvinnslu lánsumsókna, mati á lántakendum, ákvörðun um lánveitingu, rekstri lánakerfis, skráningu í lánakerfi, skjalagerð, undirritun skjala, þinglýsingu, útgreiðslu lánveitinga, vistun frumrita, útsendingu greiðslutilmæla, þjónustu við lántakendur, skilmálabreytingar og innheimtu.

Aðgangur að lánakerfi

Við útvegum þér fyrsta flokks lánakerfi og sjáum um allan rekstur þess og hýsingu gagna.

Fullkomið valfrelsi

Þú getur falið okkur að sjá um einn verkþátt lánaumsýslunnar eða alla verkþættina, allt eftir því hvað hentar þér best.

Fastur kostnaður lágmarkaður

Þú getur ákveðið eftir því hvernig stefna þín og/eða markaðsaðstæður eru hverju sinni hversu umfangsmikil fjárfesting þín er í skuldaviðurkenningum án þess að þurfa að fjölga eða fækka starfsfólki og fjárfesta í búnaði með tilheyrandi kostnaði.

Aðgangur að sérfræðiþekkingu

Hjá Greiðslumiðlun og samstarfsfyrirtækjum starfar mikill fjöldi sérfræðinga á sviði vinnslu og þjónustu skuldaviðurkenninga, þ.m.t. fjöldi lögmanna og viðskiptafræðinga.

Verðskrá

Greiðsluseðill 595 kr.
Skilmálabreyting 12.900 kr.

Á þessari síðu eru notaðar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta upplifun notenda og halda utan um og mæla frammistöðu vefsins og umferð um hann, svo sem tölfræðilegar upplýsingar um fjölda notenda og hegðun þeirra á honum.

Flestir vafrar heimila notkun á vefkökum sjálfkrafa, en notendur geta sjálfir afvirkjað þann möguleika.

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun