Með samþykki á skilmálum þessum öðlast viðskiptavinur aðgang að greiðslulausnum Greiðslumiðlunar, en skilmálarnir gilda um samninga þá sem stofnast þegar greiðslulausnir Greiðslumiðlunar eru notaðar til að greiða fyrir vöru eða þjónustu. Eftir því sem við á eiga skilmálarnir einnig við um lánveitingar skv. lögum um neytendalán nr. 33/2013.