Nóri

Léttir verkin og sparar kostnað

NÓRI er vefskráningar- og greiðslukerfi fyrir íþróttafélög, námskeið, skóla, líkamsræktarstöðvar, sveitarfélög, fyrirtæki og félagasamtök ofl.
Nóri auðveldar utanumhald á uppsetningu námskeiða, skráningu þátttakenda, greiðslum, uppgjörum og býður að auki tengingar við ýmis kerfi sveitarfélaga og annarra.

Sparar kostnað

Þátttakendur eða félagsmenn skrá sjálfir allar upplýsingar á netinu og ganga frá greiðslum. Fyrir vikið þarf notandi kerfisins ekki að hafa starfsfólk til að annast skráningu eða taka við greiðslum.

Kerfið sparar þannig heilmikla vinnu en um leið fær viðskiptavinurinn enn betri þjónustu.

Léttir verkin

Nóra fylgir stjórnborð eða forrit sem sett er upp á tölvu seljanda námskeiðanna þar sem m.a. er unnið með nýstofnun og viðhald námskeiða, verð, tímabil, takmörkun á fjölda iðkenda og forráðamenn.

Allar aðgerðir eru einfaldar og viðhaldið er mjög auðvelt. Ítarleg handbók fylgir. Uppsetningarferillinn tekur stuttan tíma þannig að frá ákvörðun til gangsetningar þurfa ekki að líða nema 1-2 dagar.

Einfaldar greiðslur

NÓRI tekur við greiðslum viðskiptamanna, skrifar út kvittanir, færir í bókhaldskerfi og skilar ítarlegum skýrslum.

Bein tenging við Rafræna Reykjavík og annarra sveitarfélaga er í boði ásamt útskrám fyrir Felix félagakerfi ÍSÍ.

Í þínum litum

Við uppsetningu er útlit og ásýnd Nóra aðlagað að réttum litum seljanda auk þess sem merki seljanda er sýnilegt á síðum kerfisins.

Hvað segja notendur Nóra?

"Við hjá Ungmennafélaginu Fjölnir erum stolt og ánægð með að hafa verið brautryðjendur í uppbyggingu á Nóra og að hafa fengið að taka þátt í að þróa hann áfram.

Við erum búin að vera í þessari vegferð frá árinu 2011 þegar við fyrst allra félaga tökum upp kerfið.  Þetta hefur tekið tíma en er nú orðið mjög öflugt kerfi fyrir okkur og skiptir okkur miklu máli í rekstrinum."

Guðmundur L. Gunnarsson,
framkvæmdarstjóri Ungmennafélagsins Fjölnis.

Grunnnámskeiðfyrir notendur Nóra

Farið er í grunnatriði stofnupplýsinga og skráningar í Nóranum.

Námskeiðin byrja kl 09:15 og er námskeiðin áætluð tvær klukkustundir. Verð fyrir hvert námskeið er 9.500 kr. án VSK. Innifalið í því er kennsla, kennslugögn og kaffi.

Námskeið eru ekki haldin nema að næg þátttaka náist, nemendur fá sendar áminningar í tölvupósti.

Skráning á námskeið

Framhaldsnámskeiðfyrir notendur Nóra

Farið verður í nýjungar, skýrslur, og útgáfu greiðsluseðla

Námskeiðið byrjar kl 09:15 og er námskeiðið áætlað í tvær klukkustundir. Verð fyrir hvert námskeið er 9.500 kr. án VSK. Innifalið í því er kennsla, kennslugögn og kaffi.

Námskeið eru ekki haldin nema að næg þátttaka náist, nemendur fá sendar áminningar í tölvupósti.

Skráning á námskeið

Bókhald, fjármál og nýjungarnámskeið fyrir notendur Nóra

Farið verður í bókhaldstengingar, excel pivot tengingar og greiningavinnu varðandi fjárhag og iðkendur.

Einnig er skoðaður samanburður milli ára í tekjum eða fjölda iðkenda, einnig er farið í nýjungar í Nóra kerfinu.

Námskeiðin byrja kl 09:15 og er námskeiðin áætluð tvær klukkustundir. Verð fyrir hvert námskeið er 9.500 kr. án VSK. Innifalið í því er kennsla, kennslugögn og kaffi.

Námskeið eru ekki haldin nema að næg þátttaka náist, nemendur fá sendar áminningar í tölvupósti.

Skráning á námskeið

Yfir 100 íþróttafélög nota Nóra

Kerfið heldur m.a. utan um námskeið sem í boði eru, tímabil, takmörkun á fjölda iðkenda og forráðamenn þar sem það á við.

Kerfið tekur við greiðslum viðskiptamanna, tengir færsluhirðingu á greiðslukortum, gefur út og sér um innheimtu greiðsluseðla, skrifar út kvittanir, færir í bókhaldskerfi og skilar ítarlegum skýrslum. Fjölmörg sveitarfélög nýta sér tengingar frá Nóra við frístunda- og hvatakerfi auk þess sem útskrár fyrir Felix félagakerfi ÍSÍ eru í boði.